Borgin Stockton lýsir sig gjaldþrota

Borgin Stockton í Kaliforníu er stærsta bandaríska borgin sem lýsir sig gjaldþrota.

Borgarstjórinn Ann Johnston segir að þetta sé erfiðasta ákvörðun sem borgarráðið hafi nokkurn tímann tekið. Hún sé aftur á móti nauðsynleg svo hægt sé að snúa blaðinu við og hefja endurbygginguna.

290 þúsund manns búa í hafnarborginni Stockton sem er u.þ. 144 km austur af San Francisco. Hún fór afar illa út úr hruni bandaríska húsnæðismarkaðarins og undanfarin þrjú ár hefur fjórðungi lögreglumanna borgarinnar verið sagt upp störfum, þriðjungi slökkviliðsins og 40% annarra borgarstarfsmanna. Laun og bætur voru skertar og er tíðni atvinnuleysis og ofbeldisglæpa nú með því hæsta sem gerist í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina