Danski herinn „lítill kassi af Lego-kubbum“

Danskur hermaður.
Danskur hermaður. AFP

Danski herinn getur ekki barist óstuddur. Hann er of fámennur og smár og nú standa danskir stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri ákvörðun hvert skuli stefna í varnarmálum landsins.

Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Berlingske í kvöld. Þar segir að hermen á jörðu niðri njóti ekki stuðnings úr lofti, herinn hafi ekki yfir stórskotaliðsvopnum og þá eigi herinn aðeins um 30 skriðdreka. Auk þess hafi hermönnum fækkað er nú eru herdeildirnar einvörðungu þrjár.

Þetta hefur blaðið eftir Kristian Søby Kristensen, sem er stýrir miðstöð í hernaðarfræðum. Hann vinnur að gerð skýrslu þar sem fjallað er um hvaða hlutverki herinn hafi að gegna í framtíðinni. Skila á skýrslunni til danska varnarmálaráðuneytisins snemma á næsta ári.

„Ein af áskorunum hersins er stærðin,“ segir Kristensen.

Hann segir að herinn geti ekki varið yfirráðasvæði Danmerkur. Hann verði að treyst á stuðning bandamanna, t.d. úr lofti. Einnig verði hann að treysta á skipulag, hreinlætismál og yfirstjórn. Herinn er lítill kassi af Lego-kubbum, sem eru ekki nægilega margir til að búa til Lego-kastala, en má nýta sem hluta að frábærri Lego-byggingu,“ segir hann.

Umfjöllunin má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina