Hittast í Minsk á miðvikudag

Angela Merkel, Vladimir Pútin og Francois Hollande ráða ráðum sínum.
Angela Merkel, Vladimir Pútin og Francois Hollande ráða ráðum sínum. AFP

Leiðtogar Rússlands, Úkraínu, Þýskalands og Frakklands munu koma saman til fundar í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, á miðvikudag til að ræða áætlun vegna friðarviðræðna í Úkraínu.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, og Vladimir Pútín Rússlandsforseti ræddu saman í síma í dag um leiðir til að binda enda á átökin.

Fleiri en 5.300 manns hafa fallið í átökunum síðastliðið tæpt ár, eða frá því í apríl 2014.

mbl.is

Bloggað um fréttina