Ísraelar óbundnir af samningi

Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir landið óbundið af samkomulagi sem heimsveldin hafa gert við Írana um að draga úr kjarnorkuáætlun þeirra. Heimurinn sé hættulegri staður en áður eftir samkomulagið og Ísraelsmenn hafi fullan rétt til að verja sig.

„Ísrael er ekki bundið af þessu samkomulagi við Íran og Ísrael er ekki bundið af þessu samkomulagi við Íran vegna þess að Íran heldur áfram að sækjast eftir eyðingu okkar,“ sagði Netanyahu á blaðamannafundi og kallaði það „söguleg mistök“.

Samkomulagið felur í sér að kjarnorkuáætlun Írana verður takmörkuð til að tryggja að þeir geti ekki þróað kjarnorkuvopn. Á móti verður viðskiptaþvingunum sem heimsveldin hefur beitt gegn þeim aflétt.

Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á blaðamannafundi í Jerúsalem í dag.
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á blaðamannafundi í Jerúsalem í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert