Halda Lambert áfram á lífi

Lambert hefur verið í dái í sjö ár.
Lambert hefur verið í dái í sjö ár. Ljósmynd/Skjáskot BBC

Læknar í Frakklandi hafa óvænt ákveðið að halda Vincent Lambert á lífi á meðan farið er yfir mál hans hjá saksóknara. Lambert, 39 ára gamall Frakki, hefur verið í dái síðan hann lenti í mótorhjólaslysi fyrir sjö árum.

Mannréttindadómstóll Evrópu staðfesti í júní dóm dómstóls í Frakklandi þess efnis að slökkt yrði á búnaðinum sem heldur Lambert á lífi og búist var við því að læknar myndu ákveða hvenær það myndi gerast. 

Málið var tekið fyr­ir hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um í fyrra eft­ir að yf­ir­rétt­ur í Frakklandi hafði heim­ilað að slökkt yrði á búnaðinum sem held­ur hon­um á lífi. Mikl­ar umræður sköpuðust í kjöl­farið í Frakklandi en líkna­dráp eru ólög­leg þar og skipt­ist franska þjóðin í hópa með og á móti líkna­dráp­um.

Málið er enn á ný komið í hnút og verður nú sent yfirvöldum. „Lambert þarf einhvern sem hugsar um hann og sér um lagalegu hliðina í þessu máli,“ sagði frændi Lamberts við fjölmiðla.

Frétt BBC um málið

Lambert fær að deyja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert