Lifðu á grasi en nú er vetur

Þetta litla barn er meðal þeirra sem sveltur í Madaya.
Þetta litla barn er meðal þeirra sem sveltur í Madaya.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að hungursneyðin í sýrlensku borginni Madaya sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Fréttir tóku að berast í síðustu viku af því að borgarbúa þyrftu að nærast á soðnu grasi og leggja sér gæludýr sín sér til munns.

En nú er kominn vetur, grasið fölnað og síðustu laufblöðin af trjánum fallin. Hin napra staðreynd er líka sú að ástand íbúanna í Madaya á við um fleiri Sýrlendinga sem hafa þurft að búa við stríð í nær fimm ár.

Frétt mbl.is: „Þetta er matröð“

„Þessi hrikalegu dæmi um hungur eru aðeins toppurinn á ísjakanum,“ segir Philip Luther, forsvarsmaður Amnesty International í Mið-Austurlöndum. „Sýrlendingar þjást og deyja úr hungri víðs vegar um landið. Hungur þeirra er notað sem vopn í baráttu allra stríðandi fylkinga, bæði sýrlenska hersins og uppreisnarhópa.“

Luther sakar alla þá hópa sem taka þátt í stríðinu um að leika sér af lífum þúsunda manna. Hann segir að með þessu sé verið að fremja stríðsglæpi.

Nú er vonast til þess að sendinefnd Sameinuðu þjóðanna komi neyðarbirgðum til Madaya á næstu dögum, jafnvel strax á morgun, mánudag. Stofnunin hefur fengið vilyrði stríðandi fylkinga fyrir því að koma matvælum og lyfjum óáreitt á áfangastað. Bærinn er í skotlínu þeirra sem berjast í Sýrlandi. Hezbollah hreyfingin, sem á rætur að rekja til Líbanons, næsta nágrannaríkis, er einnig með ítök í borginni og hefur m.a. flutt fólk þangað með valdi.

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að birgðirnar sem nú er reynt að koma til Madaya eigi að geta haldið lífinu í 40 þúsund manns í mánuð. En hvað svo og hvað með önnur svæði í landinu þar sem fólk er að svelta?

Búið er að jafna fjölmarga borgir og bæi landsins svo gott sem við jörðu. Rúmlega 4 milljónir manna hafa flúið land en talið er að um sjö milljónir Sýrlendinga séu á vergangi í heimalandinu.

„Það er liðinn að minnsta kosti mánuður sem ég fékk heila máltíð,“ hefur Amnesty International eftir íbúa í Madaya í skýrslu sinni um ástandið í bænum. „Nú drekk ég aðallega vatn með laufblöðum. Veturinn er kominn og það eru ekki lengur lauf á trjánum svo ég veit ekki hvort við munum lifa af.“

Viðtalið við íbúann, sem heitir Louay, var tekið þann 7. janúar. Síðan þá hefur veturinn minnt harkalega á sig.

Annar íbúi, Um Sultan, segir suma of veikbyggða til að fara fram úr rúminu. „Eiginmaður minn er einn af þeim. Hann kemst ekki fram úr rúminu, ef hann gerir það líður yfir hann. Ég þekki hann ekki lengur, hann er ekkert nema skinn og bein.“

Madaya er í um 50 km fjarlægð frá Damaskus, ekki langt frá landamærunum að Líbanon. Í fleiri mánuði hefur umsátursástand ríkt þar.

Fyrir helgi tóku að birtast myndir af sveltandi fólki í bænum. Engin samtök hafa enn getað staðfest hvenær og hvar þær séu teknar en talsmaður Rauða krossins er meðal þeirra sem telur víst að þær séu raunverulegar. Sjálfur hafi hann heimsótt borgina í haust og þá þegar hafi ástandið verið orðið svakalegt. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig staðfest að þær hafi fengið „trúverðugar upplýsingar“ um að hungursneyð sé í bænum. Þá hafa hjálparsamtökin Læknar án landamæra sagt að 23 hafi soltið til dauða í bænum frá því í desember. 

Sveltandi maður í Madaya. Borgin hefur verið einangruð mánuðum saman.
Sveltandi maður í Madaya. Borgin hefur verið einangruð mánuðum saman.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vordagar
...
Antik skápur - spónlagður rótarspónn
Er með flottan skáp með tveimur skúffum og innlagður - á 50.000 kr. Málin eru: h...
 
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...