Bræðurnir útveguðu vopn sem notuð voru í París

Khalid og Ibrahim El Bakraoui
Khalid og Ibrahim El Bakraoui AFP

Bræðurnir Khalid og Ibrahim El Bakraoui, sem sprengdu sig í loft upp í hryðjuverkaárásunum í Brussel í síðasta mánuði, útveguðu vopn og sprengiefni sem notuð voru í þeirri árás og hryðjuverkaárásunum í París í nóvember.

Greint er frá þessu í tímariti hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams Dabiq en þar segir að allur undirbúningur fyrir árásirnar í París og Brussel hafi byrjað hjá bræðrunum og að þeir hefðu safnað saman vopnum og sprengjuefni.

Ef satt reynist þýðir það að bræðurnir spiluðu miklu mikilvægara hlutverk í árásunum í París en hingað til hefur verið haldið.

Í greininni í Dabiq kemur einnig fram að Najim Laachraoui, sem sprengdi sig í loft upp ásamt fyrrnefndum Ibrahim á Zaventem flugvellinum í Brussel,  hefði útbúið sprengjurnar sem voru notaðar bæði í Brussel og París.

Alls létust 130 í árásunum í París og 32 í Brussel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert