Hugðust nota 7,5 tonna vörubíl

Lögregla stendur vörð við aðgerðir í kjölfar hryðjuverkanna.
Lögregla stendur vörð við aðgerðir í kjölfar hryðjuverkanna. AFP

Hryðjuverkamennirnir sem frömdu árásirnar í Lundúnum um síðustu helgi hugðust nota 7,5 tonna vöruflutningabíl til að keyra yfir íbúa og gesti borgarinnar. Frá þessu greinir lögregla borgarinnar.

Mennirnir þrír náðu hins vegar ekki að framfæra borgunarupplýsingar, sem leiddi til þess að þeir notuðust við minni bíl en ella.

Þann bíl keyrðu þeir yfir brúna og á vegfarendur sem þar voru staddir, áður en þeir réðust til atlögu með hnífum gegn fólki í Borough-markaði.

Lögregla segir mennina hafa bundið 30 sentimetra langa hnífa við úlnliði sína og að þeir hafi haft bensínsprengjur í sendiferðabílnum, samkvæmt umfjöllun BBC.

Átta létust og tugir til viðbótar særðust í árásunum, sem hófust skömmu eftir klukkan tíu að staðartíma þann 3. júní. Árásarmennirnir voru allir skotnir til bana sama kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert