Hver verða örlög drengsins?

Charlie Gard.
Charlie Gard.

Endanleg niðurstaða um það hvort hinn ellefu mánaða gamli Charlie Gard sem þjáist af banvænum hrörnunarsjúkdómi, fái að ferðast til Bandaríkjanna í tilraunameðferð eða hvort öndunarvél hans verði tekin úr sambandi verður tekin af dómara fyrir yfirrétti í Bretlandi þann 25. júlí næstkomandi.

Banda­rísk­ur lækn­ir sem segist geta bjargað lífi Charlies hefur heimsótt Great Ormond Street-spít­al­ann í London þar sem drengurinn dvelur og fundað þar með læknum.

Læknar á spítalanum hafa farið fram á að taka öndunarvél sem heldur drengnum á lífi úr sambandi, og hafa dómarar á öllum dómstigum í Bretlandi og fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu verið sammála því. Foreldrarnir hafa hins vegar barist fyrir því að drengurinn fái að lifa, en vegna sjúk­dóms hans get­ur hann ekki opnað aug­un, borðað eða hreyft sig að nokkru viti sjálf­ur. 

Málið er nú tekið fyrir á ný fyrir yfirrétti í Bretlandi eftir að ný gögn um tilraunameðferð í Bandaríkjunum bárust. Foreldrar drengsins hafa safnað 1,3 millj­ón­um punda til ferðarinnar og 350 þúsund und­ir­skrift­um. 

Chris Gard og Connie Yates, foreldrar Charlies Gard.
Chris Gard og Connie Yates, foreldrar Charlies Gard. AFP

Læknirinn Michio Hirano hafði samband við spítalann á dögunum fyrir hönd Hvíta húss­ins og bauð fram ný gögn sem hann telur að sýni fram á að hægt sé að bjarga drengnum. Um er að ræða tilraunameðferð sem læknirinn vill prófa á drengnum. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Donald Trump Banda­ríkja­for­seti hafði áður tjáð sig um málið og sagt þarlend yf­ir­völd reiðubú­in til að aðstoða.

Í réttarhöldum sem standa nú yfir fyrir yfirrétti í Bretlandi, þar sem málið er tekið fyrir á nýjan leik, hefur komið fram að ríkisstjórn Trumps hafi haft sam­band við Hirano dag­inn eft­ir að Trump tjáði sig um mál Charlies op­in­ber­lega og sagðist geta tekið á móti drengn­um. 

Hirano er nú kominn til Bretlands þar sem hann tekur stöðuna og ákvarðar næstu skref með læknum á spítalanum. Hefur hann fengið samning sem gefur honum sömu stöðu og aðrir læknar á spítalanum. Því mun hann á næstu dögum geta rannsakað drenginn. 

Dóm­ar­inn sagði við fyr­ir­töku máls­ins á þriðju­dag að hann myndi glaður breyta um skoðun frá því í apríl, en það þyrfti mjög sterk­ar sann­an­ir fyr­ir ár­angri meðferðar­inn­ar svo hann myndi gera það. 

Tímalína málsins:

3. mars 2017: Dómari fyrir yfirrétti í Bretlandi tekur málið fyrst fyrir eftir að foreldrar drengsins stefna Great Ormond Street spítalanum.

11. apríl: Dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að læknar megi taka öndunarvél drengsins úr sambandi.

3. maí: Foreldrar Charlies áfrýja málinu til áfrýjunardómstóls í Bretlandi.

23. maí: Þrír dómarar fyrir áfrýjunardómstólnum taka málið fyrir.

25. maí: Dómararnir eru sammála dómaranum fyrir yfirréttinum og neita að fallast á mál foreldranna.

8. júní: Foreldrar Charlies tapa málinu fyrir Hæstarétti Bretlands.

20. júní: Dómarar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu hefja skoðun á málinu eftir að lögmenn foreldra Charlies kæra málið þangað.

27. júní: Dómararnir neita að breyta niðurstöðu málsins eftir að hafa skoðað það.

3. júlí: Frans Páfi og Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóða fram hjálp sína.

7. júlí: Great Ormond Street-spítalinn fer fram á að málið verði tekið fyrir í yfirréttinum á nýjan leik eftir að ný gögn komu fram.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sundföt
...
BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...