Hvíta ekkjan látin

Sally-Anne Jones. Hún hefur birt þessar myndir af sér á ...
Sally-Anne Jones. Hún hefur birt þessar myndir af sér á Twitter. Skjáskot af vef The Independent

Talið er fullvíst að Sally Jones, sem þekkt er undir heitinu hvíta ekkjan, hafi látist ásamt tólf ára gömlum syni sínum í loftárás Bandaríkjahers á landamærum Sýrlands og Írak í júní. Þetta hefur hins vegar ekki fengist staðfest.

Jones, sem er bresk, hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum þar sem hún hefur haldið fram áróðri fyrir vígasamtökin Ríki íslams. Hún var mjög atkvæðamikil á Twitter þar sem hún hélt úti yfir 20 þráðum en ekkert hefur birst á þeim undanfarna mánuði, segir í frétt Guardian í dag.

The Sun greinir frá því að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi upplýst starfsbræður sína í Bretlandi um að hún hafi verið drepin í drónaárás Bandaríkjahers.

Síðast hafi sést til hennar á flótta frá Raqqa á leið til sýrlenska landamærabæjarins Mayadin. Margir liðsmenn Ríkis íslams hafa flúið frá Raqqa undanfarna mánuði enda hafa vígasamtökin tapað í stríðinu um borgina sem áður var eitt helsta vígi Ríkis íslams í Sýrlandi.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið getur ekki staðfest að hún hafi verið drepin, segir talsmaður ráðuneytisins í samtali við Guardian. 

Jones, sem var áður pönk-tónlistarmaður, er fædd í Greenwich, Suðaustur London, en flutti síðar til Chatham í Kent. Eftir að hún tók upp íslamtrú fór hún frá Bretlandi til Sýrlands árið 2013 en þar var eiginmaður hennar fyrir. Junaid Hussain var einnig breskur en hann var drepinn í drónaárás Bandaríkjahers árið 2015. 

Eftir dauða Hussain fóru fjölmiðlar í Bretlandi að nefna hana hvítu ekkjuna. En hún er ekki eina hryðjuverkakonan sem hefur gengið undir því heiti því Samantha Lewthwaite, ekkja Germaine Lindsay sem var einn þeirra sem framdi sjálfsvígsárás í London 7. júlí 2005. 

Lewthwaite er talin hafa tengst hryðjuverkum í Kenýa en ekkert hefur spurst til hennar frá árinu 2014. Nafngiftina fá þær frá banvænni könguló af Latrodectus pallidus gerð. Sú þekktasta er sennilega svarta ekkjan. Allar þessar kóngulær eru eitraðar en bitið er þó sjaldnast banvænt nema þeim sem eru veikir fyrir, gömlu fólki eða börnum. Á enskri tungu er hefð fyrir því að kalla hinar tegundirnar fimm ekkjur, segir á Vísindavef Háskóla Íslands.

Hussain og Jones voru bæði sökuð um að reyna fá nýliða til liðs við vígasamtökin í Bretlandi. Jones var sett á lista bandarískra yfirvalda vegna áraása á Bandaríkin.

Hún notaði samfélagsmiðla til þess að fá konur til starfa fyrir Ríki íslams og veitti þeim hagnýtar upplýsingar varðandi ferðalagið til Sýrlands. Hún hvatti einnig Breta til þess að gera árásir í heimalandinu og bauð fram aðstoð sína varðandi sprengjugerð. 

Jones lét ekki nægja að lýsa yfir stuðningi við Ríki íslams heldur einnig fjölmörg önnur vígasamtök og hótaði því að taka kristið fólk af lífi og helst með bitlausu vopni.

Frétt Guardian

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
 
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...