Samþykkja nýja hryðjuverkalöggjöf

Franska þingið hefur samþykkt nýja hryðjuverkalöggjöf.
Franska þingið hefur samþykkt nýja hryðjuverkalöggjöf. AFP

Franska þingið hefur samþykkt umdeilda hryðjuverkalöggjöf sem veitir yfirvöldum varanlega heimild til að framkvæmda leitir, loka bænhúsum og takmarka ferðafrelsi, svo eitthvað sé nefnt.

Lögin leysa af hólmi neyðarástand sem lýst var yfir í kjölfar hryðjuverkanna í París 2015. Neyðarástandinu verður formlega aflétt 1. nóvember nk. en það hefur verið framlengt sex sinnum.

Öldungadeild þingsins samþykkti hryðjuverkafrumvarpið í dag en það var samþykkt í neðri deildinni í síðustu viku, í kjölfar mikilla umræða. Aðgerðasinnar segja lögin ógn við mannréttindi í landinu en nýleg könnun bendir til þess að 57% þjóðarinnar séu fylgjandi lagasetningunni.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir löggjöfina gera yfirvöldum kleift að tækla hryðjuverkaógnina án þess að ógna grunngildum frönsku þjóðarinnar. Hann hefur hvatt öryggisyfirvöld til að „fullnýta“ þau úrræði sem lögin veita þeim.

Meðal þeirra úrræða eru heimild til að takmarka verulega ferðafrelsi, loka bænhúsum sem kynda undir róttækni og að setja upp öryggistálma þar sem það er talið nauðsynlegt. Lögin veita yfirvöldum einnig umfangsmiklar leitarheimildir, sem efasemdarmenn óttast að muni leiða til áreitni í garð flóttafólks og minnihlutahópa.

Að sögn Macron hafa öryggisyfirvöld komið í veg fyrir 13 hryðjuverkaárásir það sem af er ári. Forsetinn segir m.a. stefnt að því að auka upplýsingasöfnun í fangelsum og ráðast í aðgerðir til að koma í veg fyrir að ungt fólk gangi hryðjuverkaöflum á hönd.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt öryggisyfirvöld til að „fullnýta“ þau ...
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt öryggisyfirvöld til að „fullnýta“ þau úrræði sem löggjöfin kveður á um. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOL...
Sundföt
...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...