Sprengju kastað inn í íbúð

AFP

Enginn særðist þegar sprengju var kastað inn í íbúð í  Biskopsgården í Gautaborg í nótt en fjölskyldunni sem býr í íbúðinni hefur verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Sjö voru í íbúðinni.

Lögreglunni var tilkynnt málið rúmlega þrjú í nótt og segir Jens Christensen, vaktstjóri í lögreglunni, að ekki sé vitað til þess að fjölskyldunni hafi borist hótanir áður. Málið er rannsakað sem morðtilraun en tæknideild lögreglunnar er enn að störfum á svæðinu. Ekki hefur verið upplýst um hvernig sprengju var að ræða.

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert