Tveir látnir eftir skotárásina

Skólinn er í borginni Benton í Kentucky og var allt …
Skólinn er í borginni Benton í Kentucky og var allt lögreglulið borgarinnar boðað á vettvang. Kort/Google

Tveir eru látnir eftir skotárásina sem var gerð í menntaskóla í Kentucky í Bandaríkjunum í dag.

Fimmtán ára nemandi, sem nú er í varðhaldi, er grunaður um að hafa framið árásina.

Tveir nemendur, báðir 15 ára, létust af völdum byssusára. Tólf til viðbótar voru skotnir og fimm að auki hlutu annars konar meiðsli í árásinni, að sögn ríkisstjóra Kentucky, Matt Bevin.

Annar nemendanna tveggja sem voru skotnir til bana lést á vettvangi glæpsins en hinir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert