Ólympíunefndin rannsakar misnotkun

Scott Blackmun.
Scott Blackmun. AFP

Ólympíunefnd Bandaríkjanna ætlar að láta gera sjálfstæða rannsókn á kynferðislegri misnotkun innan fimleikaheimsins.

Í opnu bréfi sagði framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar, Scott Blackmun, að rannsóknin muni beinast að því „hver vissi hvað og hvenær“.

Bréfið var birt eftir að fyrrverandi læknir bandaríska fimleikalandsliðsins var dæmdur í allt að 175 ára fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun gagnvart fjölda fimleikakvenna.

„Ólympíunefndin hefur ákveðið að efna til rannsóknar af sjálfstæðum þriðja aðila til að kanna hvernig misnotkun af þessari stærðargráðu gat gerst án þess að nokkur kom auga á hana í svona langan tíma,“ skrifaði Blackmun.

Larry Nassar í réttarsalnum í dag.
Larry Nassar í réttarsalnum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert