Dæmdur í 40 til 175 ára fangelsi

Larry Nassar í réttarsalnum í dag.
Larry Nassar í réttarsalnum í dag. AFP

Fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, Larry Nassar, hefur verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsi fyrir að hafa misnotað tugi fimleikakvenna kynferðislega. 

Dómur var kveðinn upp yfir honum fyrir skömmu í réttarsal í Michigan. 

„Herra, ég gef þér 175 ára dóm, sem eru 2.100 mánuðir. Ég var að enda við að undirrita dauðarefsingu þína,“ sagði dómarinn Rosemarie Aquilina við Nassar er dómurinn var kveðinn upp yfir honum.

Yfir 100 konur og stúlkur sökuðu Nassar um kynferðislega misnotkun og hafa þær deilt hart á yfirvöld íþróttamála að hafa ekkert gert til að stöðva hann.

Á meðal þeirra eru gullverðlaunahafarnir á Ólympíuleikunum, Simone Biles, Aly Raisman, Gabby Douglas og McKalyla Maroney.

„Þú verðskuldar ekki að ganga um utan veggja fangelsins nokkurn tímann aftur,“ sagði Aquilina og bætti við að ógn stafaði af Nassar.

„Þú hefur ekkert gert til að hafa stjórn á þessum hneigðum þínum og hvert sem þú ferð mun eyðilegging eiga sér stað.“

Úr réttarsalnum í dag.
Úr réttarsalnum í dag. AFP

Áður en dómurinn var kveðinn upp baðst Nassar afsökunar á því að hafa misnotað konurnar. 

„Til­finn­ing­arn­ar sem ég er að ganga í gegn­um fölna sam­an­borið við sárs­auk­ann, áfallið og til­finn­inga­legu eyðilegg­ing­una sem þið hafið all­ar gengið í gegn­um,“ sagði hann.

„Eng­in orð geta lýst því hversu sorg mín er djúp­stæða yfir því sem gerðist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert