Tíu látnir eftir flugslys

Björgunarfólk leitar í rústum hússins.
Björgunarfólk leitar í rústum hússins. AFP

Í það minnsta tíu létust þegar lítil flugvél brotlenti á hús þegar hún var að reyna að hefja sig til flugs rétt fyrir utan Manila, höfuðborg Filippseyja, í dag.

Flugvélin skall á húsi örskömmu eftir að hún hóf sig til flugs með þeim afleiðingum að fimm manns sem voru um borð í vélinni létust. Auk þeirra létust fimm sem voru í húsinu sem flugvélin skall á.

Tala látina gæti hækkað en björgunarsveitarfólk leitar að fólki í rústum hússins. „Við erum enn að fara í gegnum brakið og það gæti verið að fleiri hafi látið lífið,“ sagði Lizardo, lögreglustjóri í bænum Plaridel.

Ekki er vitað hvað olli slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert