Júlía Skripal útskrifuð

Júlía Skripal hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi en faðir hennar, njósnarinn fyrrverandi, Sergei Skripal, er enn á sjúkrahúsi. BBC og Sky greina frá þessu í dag. 

Bresk stjórnvöld segja að Rússar beri ábyrgð á eitursárás á Sergej Skripal, fyrrverandi rússneskan leyniþjónustumann sem var dæmdur í fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir í þágu bresku leyniþjónustunnar MI6 en síðar framseldur til Bretlands. Skripal fannst meðvitundarlaus ásamt Júlíu, sem er 33 ára  í Salisbury 4. mars. 

Talsmaður sjúkrahússins vildi ekki staðfesta að Júlía hafi verið útskrifuð í gær en boðað hefur verið til blaðamannafundur vegna málsins. 

Júlía Skripal kom til Bretlands daginn áður en eitrað var fyrir þeim. Í fyrstu var talið ólíklegt að þau myndu lifa af en faðir hennar er einnig á batavegi. Bresk yfirvöld hafa komið henni fyrir í öruggu skjóli, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla í morgun.

Júlía Skripal.
Júlía Skripal. AFP
Sergei Skripal.
Sergei Skripal. AFP
mbl.is
Sumardekk Sub.Legacy 205/55,R16 tilSölu
Fjögur góð sumardekk á 8 þús.kr,alls.205/55,R16 (91V).Uppl.síma 845-9904.Keypt o...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Sambyggð trésmíðavél: Felder. CF 741 3f
Sambyggð trésmíðavél: Felder. CF 741 3f. Hjólsög: fræsari og hefill, afréttari o...