Sogaðist næstum út úr flugvél

Farþegavél frá Southwest Airlines.
Farþegavél frá Southwest Airlines. Ljósmynd/Af Wikipedia

Kona sogaðist næstum því út úr farþegaþotu Southwest Airlines eftir að hreyfill sprakk í miðju flugi .

Brot úr hreyflinum fóru á rúður flugvélarinnar, að sögn farþega.

Rúða sprakk eftir að eitt brotanna lenti á henni og litlu munaði að kona sem sat í vélinni sogaðist þaðan út.

Þegar konan var við það að sogast út tókst öðrum flugfarþegum að draga hana til baka og bjarga lífi hennar.  

New York Post greinir frá því flugvélin hafi tekið á loft frá LaGuardia-flugvellinum í New York klukkan 11.30 að staðartíma á leið til Dallas.

Marty Martinez, sem var um borð í vélinni, sagði að kona sem var einnig í flugvélinni hafi fengið hjartaáfall.

Ekki er ljóst hvort um sömu konu er að ræða og sogaðist næstum út.

Farþegaþotan varð að nauðlenda í Fíladelfíu

Í frétt BBC kemur fram að hlíf úr vinstri hreyfli hennar hafi rifnað af. Gluggi og hluti af flugvélarskrokknum skemmdust einnig.

143 farþegar voru um borð í vélinni og fimm manna áhöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert