Trump gefur upp endurgreiðslur til Cohens

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur loks látið færa til bókar skjöl sem sýna að hann endurgreiddi lögfræðingi sínum yfir 100 þúsund dollara á síðasta ári, að því er virðist í tengslum við greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þetta kemur fram í opinberum skjölum.

Trump hefur hingað til gefið ýmsar skýringar á málinu og m.a. sagt að hann hafi ekki vitað að Michael Cohen, hans persónulegi lögfræðingur, hafi greitt Daniels peninga til að segja ekki frá meintu ástarsambandi sínu við forsetann. 

Skjölin um greiðslurnar voru birt í gær af opinberri stofnun sem hefur eftirlit með siðferði í stjórnmálum. Í þeim kemur ekki fram í hvaða tilgangi Trump greiddi Cohen peningana en staðfest hefur verið að Cohen greiddi Stormy Daniels 130 þúsund bandaríkjadali í aðdraganda forseta kosninganna árið 2016.

Málið tekur nýja stefnu

Daniels heitir réttu nafni Stephanie Clifford. Hún segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump árið 2006. Trump hefur neitað að hafa átt í sambandi við hana og í fyrstu sagðist hann ekkert vita um neinar greiðslur til Cohens. 

Málið tók þó nýja stefnu fyrr í þessum mánuði er Rudy Giuliani, sem er nýr í lögfræðiteymi forsetans, sagði að Trump hefði endurgreitt Cohen peninga sem hann hafði áður notað til að greiða Daniels. Í kjölfarið viðurkenndi forsetinn að hann vissi af þeirri endurgreiðslu.

Í skjölunum sem nú hafa verið birt segir í neðanmálsgrein að Cohen hafi greitt „útgjöld“ fyrir Trump árið 2016. Cohen hafi svo sóst eftir endurgreiðslu til Trump og hafi fengið hana í fyrra.

Í skjölunum sem Trump hefur nú látið færa til bókar segir að hann hafi ekki þurft að segja frá útgjöldum Cohens, eins og það er orðað, en að hann hafi ákveðið að gera það til að auka gagnsæi. 

Þessu er David Apol, yfirmaður siðferðisstofnunarinnar, sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið, ekki sammála og segir að Trump hafi átt að gefa upp greiðslurnar til Cohens. 

o.

mbl.is
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Bækur til sölu..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...