New York ríki höfðar mál gegn Trump

Trump segir „sóðalega demókrata“ gera hvað sem er til að ...
Trump segir „sóðalega demókrata“ gera hvað sem er til að fara í mál við hann. AFP

New York-ríki hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og börnum hans, Ivönku, Eric og Donald Jr., vegna „ítrekaðra ólöglegra ráðstafana“ úr fjölskyldusjóði þeirra í yfir áratug. AFP-fréttastofan greinir frá.

Ásakanirnar snúa að því að Donald J. Trump-góðgerðarsjóðurinn hafi á umfangsmikinn og ólöglegan hátt stutt við kosningabaráttu Trump. Að fjármunir hafi ítrekað verið millifærðir úr sjóðnum bæði í þágu persónulegra hagsmuna Trump og viðskiptalegra. Þannig hafi verið brotið gegn lögum New York-ríkis um sjóði sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni.

New York-ríki krefst þess að greiddar verði 2,8 milljónir dollara í skaðabætur og að sjóðnum verði lokað. Þá er einnig gerð krafa um að Trump fái ekki að sitja í stjórn góðgerðarfélaga í New York næstu tíu árin. Rannsóknin málsins hefur staðið yfir í tæp tvö ár.

Trump var fljótur að tjá sig á Twitter eftir að tilkynnt var um málshöfðunina og sagði hana „fáránlega“. Sagðist forsetinn ekki ætla að leita málamiðlana í þessu máli og sakaði „sóðalega demókrata“ New York-ríkis um að gera hvað sem er til að fara í mál við hann.

mbl.is
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Handlaug með blöndunartækjum og festingu.
Notuð handlaug til sölu með blöndunartækjum og festingu á vegg. kr. 3 þúsund kr...