Þrír drengjanna og þjálfarinn án ríkisfangs

Komið hefur í ljós að þrír drengjanna tólf ásamt þjálfaranum ...
Komið hefur í ljós að þrír drengjanna tólf ásamt þjálfaranum sem var bjargað úr Tham Luang-hellinum á Taílandi eru án ríkisfangs og njóta takmarkaðra réttinda í landinu. Taílensk yfirvöld íhuga að veita fjórmenningunum ríkisborgararétt. AFP

Þrír af drengjunum tólf ásamt þjálfara þeirra sem bjargað var úr Tham Luang-hellinum á Taílandi í vikunni eru án ríkisfangs. Yfirvöld íhuga að veita þeim ríkisborgararétt en það gæti tekið töluverðan tíma.  

Drengirnir, Pornchai Kamluang, Adul Sam-on og Mongkhol Boonpiam, ásamt þjálfaranum Ekaphol Chantawong eru frá héraði í norðurhluta landsins sem á landamæri að Búrma. Upplausn ríkir í héraðinu og lögleysa og njóta drengirnir ekki sömu réttinda og liðsfélagar þeirra.

Drengirnir hafa taílensk persónuskilríki, sem veitir þeim ákveðin grunnréttindi, en þjálfari þeirra býr ekki við nein lagaleg réttindi og hefur takmarkaðan aðgang að opinberri þjónustu og á því á hættu að vera fluttur úr landi.

Venus Sirsuk, yfirmaður lögskráninga hjá taílenska innanríkisráðuneytinu, staðfesti í samtali við The Guardian að verið sé að skoða möguleikann á að veita fjórmenningunum ríkisborgararétt. „Við verðum að kanna hvort þeir eru fæddir á Taílandi og hvort þeir eigi annaðhvort taílenska móður eða föður,“ segir Sirsuk. Hraði málsmeðferðarinnar fer eftir hvernig gangi að útvega skjöl þessu tengd.

Um hálf milljón manna á Taílandi er án ríkisfangs og eru flestir búsettir á landamærum við Búrma. Þessi hópur hefur þurft að sæta fordómum og mismunun þar sem margir Taílendingar líta ekki á þá sem hluta af þjóðinni heldur sem flóttamenn.

mbl.is
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...
Jólabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 1.desember n.k. Endilega hafið samband í Kattholt...