Afsala sér völdum

Flóttafólk í Sýrlandi á leið í átt að Gólan-hæðum þar …
Flóttafólk í Sýrlandi á leið í átt að Gólan-hæðum þar sem flóttamannabúðir er að finna. AFP

Sýrlenskir uppreisnarmenn hafa samþykkt að afsala sér völdum í Quneitra-héraði í suðvesturhluta landsins sem er skammt frá Gólan-hæðum sem eru hersetnar af Ísraelsmönnum. Er þetta gert samkvæmt samkomulagi við stjórn landsins og Rússa, að því er mannréttindasamtökin Observatory for Human Rights segja. 

Uppreisnarhópar hafa haft yfirráð í stærstum hluta héraðsins í mörg ár. Í samkomulaginu er kveðið á um vopnahlé og að uppreisnarmennirnir afhendi vopn sín. Í staðinn fá þeir að yfirgefa svæðið og fara til Norður-Sýrlands þar sem uppreisnarhópar fara enn með völd.

Enn er lítið svæði í suðurhluta Sýrlands undir yfirráðum bandalags uppreisnarhópa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert