Óttast að tugir hafi látist er brúin féll

Mynd/Skjáskot af vef BBC

Óttast er að tugir hafi farist þegar brúargólf á hraðbraut í Genúa á Ítalíu gaf sig í morgun. Tugir metra af brúargólfinu féllu niður um 100 metra á lestarteina fyrir neðan. Talið er að nokkrir bílar hafi fallið niður með brúnni, en það er haft eftir bráðaliðum á vettvangi.

Fréttir af fjölda látinna eru þó óstaðfestar, en samgönguráðherra Ítalíu hefur gefið út yfirlýsingu og segir um mikinn harmleik að ræða.

Þá birti slökkviliðið mynd á Twitter þar sem sést hvar stór flutningabíll stendur rétt við brúnina á fallna hluta brúarinnar.

Brúin er hluti af hraðbraut A10 og er um 100 metra há, að því er fram kemur í ítölskum fjölmiðlum. en bráðaaðilar eru á vettvangi.

Fyrstu myndskeið og myndir sem birst hafa af vettvangi sýna að margir tugir metra af brúnni hafa fallið niður og steypuklumpar úr brúnni hafa dreifst um stórt svæði.

Brúin var byggð árið 1960 og er þekkt undir nafninu the Morandi bridge.

Fréttin hefur verið uppfærð.





Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert