Dæmdur fyrir að skipuleggja morð á blaðamanni

Boris Herman.
Boris Herman. AFP

Maður sem lagði á ráðin um að myrða rúss­neska blaðamann­inn Arka­dí Babchen­ko í Úkraínu var í vikunni dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Úkraínu.

Maðurinn, Borís Herman, játaði sök og hefur verið samstarfsfús við rannsókn málsins.

Maður­inn sem var ráðinn til þess að myrða rúss­neska blaðamann­inn Arka­dí Babchen­ko í Úkraínu seg­ist hafa tekið þátt svo yf­ir­völd gætu safnað sam­an frek­ari upp­lýs­ing­um um málið.

Oleks­ií Tsymbaliuk, sem er fyrr­ver­andi prest­ur í úkraínsku rétt­trúnaðar­kirkj­unni, seg­ir að hann hafi látið leyniþjón­ust­una vita þegar Úkraínumaður hafði sam­band við hann og óskaði eft­ir því að hann dræpi  Babchen­ko. Yf­ir­völd settu dauða blaðamanns­ins á svið og ein­hverj­ir stjórn­mála­menn sökuðu Rússa um að bera ábyrgð á morðinu.

Öllum að óvör­um kom Babchen­ko fram á sjón­ar­sviðið dag­inn eft­ir og reynd­ist sprelllif­andi. Viður­kenndi hann að morðið hefði verið sviðsett. Babchen­ko, sem er 41 árs, er þekkt­ur fyr­ir gagn­rýn­in skrif sín á yf­ir­völd í Rússlandi. Sam­skipti stjórn­valda í Kænug­arði og Moskvu hafa verið stirð allt frá því árið 2014 þegar Rúss­ar inn­limuðu Krímskag­ann og veittu vopnuðum upp­reisn­ar­sam­tök­um í aust­ur­hluta Úkraínu stuðning gegn stjórn­völd­um í Úkraínu.

Tsymbaliuk seg­ir að í apríl hafi Borís Herm­an haft sam­band við hann og beðið hann um að fremja morð. Eft­ir nokk­ur sam­skipti þeirra á milli fékk hann 14 þúsund Banda­ríkja­dali greidda fyr­ir­fram fyr­ir morðið. Tsymbaliuk held­ur að hann hafi verið feng­inn í verkið vegna Herm­an, sem er vopna­fram­leiðandi, hafi talið að auðvelt væri að stýra hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert