12 ára beindi byssu að kennaranum

Atvikið átti sér stað í North Scott gagnfræðiskólanum í Eldridge …
Atvikið átti sér stað í North Scott gagnfræðiskólanum í Eldridge í Iowa í lok ágúst. Kort/Google

12 ára bandarískur drengur er nú í varðhaldi og ákærður fyrir morðtilraun á kennara sínum, að því er BBC greinir frá. Drengurinn kom inn í skólastofuna með skammbyssu, beindi henni að kennaranum og tók í gikkinn.

Skot hljóp hins vegar ekki af þar sem öryggið var á. Náði kennarinn, með aðstoð annars starfsmanns skólans, því næst að tala nemandann til og taka af honum byssuna að því er fram kemur í dómsskjölum.

Atvikið átti sér stað í North Scott-gagnfræðiskólanum í Eldridge í Iowa í lok ágúst. Engum var hleypt inn eða út úr skólanum þar til lögregla hafði lagt hald á byssuna.

Drengurinn er sagður hafa skipað öllum bekknum að leggjast á gólfið. Hann hafi því næst beint byssunni að andliti kennarans og tekið í gikkinn.

Hann á nú yfir höfðu sér ákæru fyrir morðtilraun, vopnaburð á skólalóð og árás með banvænu vopni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert