Löfven vill ekki styðja hægribandalagið

Stefan Löfven sagði á blaðamannafundinum í dag að ekki kæmi …
Stefan Löfven sagði á blaðamannafundinum í dag að ekki kæmi til greina að Sósíaldemókratar styddu ríkisstjórn hægribandalagsins. AFP

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Sósíaldemókrata, hefur hafnað tilboði hægribandalagsins um að Sósíaldemókratar styðji ríkisstjórn hægribandalagsins. Leiðtogar flokkanna fjögurra, sem mynda hægribandalagið, lögðu tillöguna fram í grein sem leiðtogar þeir skrifuðu á á DN í dag. Sænska dagblaðið greinir frá.

Í grein leiðtoganna segir að leitað sé samstarfs í málaflokkum sem séu mikilvægir til langs tíma, og eru innflytjendastefna, húsnæðismál, lífeyrismál og öryggis- og varnarmál sérstaklega nefnd. Í greininni segir að tilboð hægribandalagsins standi jafnvel þótt bandalagið verði stærra en vinstriflokkarnir þrír.

Á blaðamannafundi í þinghúsinu Rosenbad í dag sagði Löfven að ekki kæmi til greina að Sósíaldemókratar yrðu stuðningsflokkur hægristjórnar. Samsetning ríkisstjórnar verður að ráðast af lokaniðurstöðum kosninganna, segir Löfven.

Enn á eftir að telja tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða frá kosningunum á sunnudag og ekki búist við að talningu ljúki fyrr en á föstudag, hið fyrsta. Eins og staðan er nú hefur hægribandalagið samanlagt 143 þingsæti, einu færra en vinstriflokkarnir þrír. Svíþjóðardemókratar, sem standa utan fylkinga, hafa 62 sæti. Ekki þarf þó mikið að gerast til að Sósíaldemókratar missi einn mann yfir til hægribandalagsins.

Hægribandalagið og Sósíaldemókratar hafa samanlagt 70% atkvæða á sænska þinginu og ef af samstarfi yrði myndu Svíþjóðardemókratar, Vinstriflokkurinn og Græningjar vera einir í stjórnarandstöðu, en flokkarnir hafa 30% þingsæta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina