Trump aflýsir fundi með Pútín

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi sínum með Pútín Rússlandsforseta. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Trump.

„Byggt á þeirri staðreynd að skipin og sjómennirnir eru ekki komin aftur til Úkraínu frá Rússlandi hef ég ákveðið að það sé best fyrir alla að aflýsa fyrirhuguðum fundi mínum í Argentínu með Vladimir Pútín forseta. Ég hlakka til að árangursríkrar ráðstefnu um leið og búið er að leysa þetta vandamál!“ tísti Trump og átti þar við G20-fund sem fer fram í Argentínu um helgina. 

Rúss­ar her­tóku þrjú úkraínsk skip skammt frá Krímskaga um síðustu helgi og hefur málið valdið miklum deilum. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert