Sendi 11 skilaboð fyrir morðið

Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu.
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. AFP

Á þeim klukkustundum áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur sendi krónprins Sádi-Arabíu að minnsta kosti 11 skilaboð til nánasta ráðgjafa síns, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa skipulagt morðið.

Blaðið Wall Street Journal greindi frá þessu og vitnaði í bandarísku leyniþjónustuna, CIA.

Krónprinsinn, Mohammed bin Salman, sagði samstarfsmönnum sínum einnig frá því í ágúst í fyrra að ef honum mistækist að fá Khashoggi til að snúa heim til Sádi-Arabíu „gætum við mögulega lokkað hann út fyrir Sádi-Arabíu og gert ráðstafanir“.

Að sögn bandarísku leyniþjónustunnar „virðist þetta gefa fyrirheit um aðgerð Sádi-Arabíu gagnavart Khashoggi“.

CIA hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hafi fyrirskipað morðið. Hann hefur ekki enn verið látinn svara til saka vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert