Ófærð setur strik í reikninginn

mbl.is/Styrmir Kári

Hálka er á Hellisheiði og snjóþekja í Þrengslum en annars er víðast greiðfært á Suðvesturlandi. Hálka eða snjóþekja á flestum fjallvegum á Vesturlandi og skafrenningur. Éljagangur er á Snæfellsnesi, Bröttubrekku og Svínadal.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þungfært er á Hrafnseyrarheiði og ófært yfir Dynjandisheiði. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi. Skafrenningur er á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðausturlandi og skafrenningur víðast hvar og blint. Hófaskarð er lokað og einnig Dettifossvegur. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi. Ófært er á Vatnsskarði eystra og lokað er um Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.

Snjóþekja eða hálkublettir eru frá Reyðarfirði að Hvalnesi á Suðausturlandi en að mestu greiðfært þar fyrir vestan. Víðast hvar greiðfært á Suðurlandi en þó eru hálkublettir á Reynisfjalli.

mbl.is
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. S...