Mótmæltu á ný í miðborg Parísar

Hópur mótmælenda í dag taldi nokkur hundruð sem er minna …
Hópur mótmælenda í dag taldi nokkur hundruð sem er minna en það sem var þegar mest lét. AFP

Gulvestungar, hópur mótmælenda í Frakklandi, héldu í dag áfram mótmælum sínum og nokkur hundruð þeirra söfnuðust saman í miðborg Parísar, áttunda laugardaginn í röð. Kvarnast hefur úr hópi mótmælenda frá því mótmælin hófust og talsmaður ríkisstjórnar Frakklands sagði í dag að þeir sem eftir stæðu væru aðeins þeir allra rótækustu.

Í öðrum borgum stóð einnig til að mótmæli héldu áfram í dag, en nýjustu skoðanakannanir benda til þess að 55% almennings styðji gulvestunga. Handtaka Eric Drouet, eins talsmanna mótmælendanna vakti reiði meðal stuðningsmanna hans, en honum var haldið í 10 klukkustundir. 

Kveikjan að mótmælunum var í upphafi ákvörðun stjórnvalda um hækkun eldsneytisskatta. Síðar beindist reiði mótmælenda almennt að stjórnarháttum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og markaðsstefnu hans.

Neitaði hann í upphafi að fara að óskum mótmælenda, en um miðjan desember var hætt við áform um fyrrgreinda skattahækkun og lofaði Macron skattalækkunum til hagsbóta fyrir ellilífeyrisþega og fjárhagslegum stuðningi við þá sem lægstu launin hefðu í Frakklandi.

Frá mótmælum gulvestunga í dag.
Frá mótmælum gulvestunga í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert