Aldargamall kafbátur kom upp úr kafinu

Hluti af flaki kafbátsins sem strandaði við Wissant í júlí ...
Hluti af flaki kafbátsins sem strandaði við Wissant í júlí 1917. AFP

Flak þýsks kafbáts frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar hefur komið aftur upp á yfirborðið á strönd í norðurhluta Frakklands. Hann hefur legið grafinn undir sandi áratugum saman.

Kafbáturinn UC-61 strandaði við Wissant, sem er skammt frá Calais, í júlí árið 1917. Áhöfnin lét þá sjó flæða inn í bátinn til að sökkva honum og yfirgaf svæðið. Hann hefur ekki sést í rúmlega 80 ár, að því er segir á vef BBC. 

Hann hefur vakið athygli ferðamanna sem gera sér ferð á ströndina til að berja flakið augum. Bæjarstjóri Wissant segir að það sé líklega tímaspursmál hvenær hann hverfur aftur sjónum manna.

Frá því í desember hafa tveir hlutar kafbátsins verið sýnilegir í fjöru um það bil 100 metra frá sandöldunum. 

„Það sést lítillega í flakið á tveggja til þriggja ára fresti, en það fer eftir ölduhæð og veðri sem hefur áhrif á það hvernig sandurinn hreyfist, en ef það mun hvessa hressilega þá mun flakið hverfa á nýjan leik,“ segir bæjarstjórinn Bernard Bracq.

Margir ferðamenn hafa lagt leið sína til strandarinnar til að ...
Margir ferðamenn hafa lagt leið sína til strandarinnar til að líta á flakið. AFP
mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bókaveizla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...