Lofar að stöðva ekki rannsóknina

William P. Barr hefur verið tilnefndur af Donald Trump í ...
William P. Barr hefur verið tilnefndur af Donald Trump í embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

William P. Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti dómsmálaráðherra, hét því í dag að hann myndi ekki stöðva rannsókn saksóknarans Roberts Mueller á meintum afskiptum rússneskra ráðamanna af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 yrði hann skipaður í embættið.

Fram kemur í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times að með þessu hafi Barr viljað róa demókrata sem óttuðust að sem dómsmálaráðherra myndi hann stöðva rannsóknina. Barr sagði það öllum í hag, forsetanum, þinginu og bandarísku þjóðinni, að málið yrði leitt til lykta með því að leyfa Mueller að klára vinnu sína. Bandaríkin þyrftu trúverðuga niðurstöðu.

Þetta kemur fram í skriflegri yfirlýsingu Barrs sem hann hyggst flytja á morgun þegar tveggja daga staðfestingarferli á skipun hans fer fram fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

mbl.is