Lokaðist úti og fraus í hel

Miklar frosthörkur eru nú í austurhluta Kanada.
Miklar frosthörkur eru nú í austurhluta Kanada. Kort/Google

Kanadísk kona á tíræðisaldri lést af völdum ofkælingar er hún læstist úti á dvalarheimilinu sem hún bjó á. Dvalarheimilið er í Montreal, en mikill kuldi er nú í austurhluta Kanada.

Konan, Hélène Rowley Hotte, sem var móðir Gilles Duceppe, fyrrverandi stjórnmálamanns í Quebec, fannst á sunnudagsmorgun í snjónum fyrir utan dvalarheimilið.

BBC segir skrifstofu dánardómstjóra í fylkinu hafa hafið rannsókn á dauða Rowley Hotte, en það var undir hádegi í gærmorgun sem lögregluyfirvöldum í Montreal barst símtal frá neyðarþjónustunni um að lík Rowley Hotte hefði fundist.

Talið er að hún hafi farið út af dvalarheimilinu rúmlega fjögur um nóttina, en þá kviknaði á brunaboða í húsaþyrpingunni. Rowley Hotte heyrði hins vegar illa og því er talið að hún hafi ekki heyrt að sagt var frá því í hátalarkerfinu að ekki þyrfti að rýma húsið sem hún bjó í, en dvalarheimilið er í þremur samliggjandi byggingum.

Hún hafi því lokast úti og ekki getað komist inn aftur að því er BBC hefur eftir Caroline Chevrefils, talsmanni lögreglunnar í Montreal.

Hitatölur fóru vel undir frostmark í Montreal um helgina.

mbl.is
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Citroen c5 station 2008 til sölu
Vel með farin C5 station til sölu .skoðaður 19. nagladekk. óryðgaður. skipti mög...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Ford Escape 2007. SKOÐAÐUR. SKIPTI MÖGULEG.
FORD ESCAPE XLT, 0 6/2007, EK. 122 Þ. KM., V6, 3,0, 201 HÖ., SJÁLFSK.,...