Rússar rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi

Vladimir Pútín segir Rússa ætla að segja INF-kjarnorkuvopnasamkomulaginu upp. Það ...
Vladimir Pútín segir Rússa ætla að segja INF-kjarnorkuvopnasamkomulaginu upp. Það hefur verið í gildi frá tímum kalda stríðsins. AFP

Rússnesk stjórnvöld ætla að segja upp INF-kjarnorkuvopnasamkomulagi sem gert var milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna árið 1987 á tímum kalda stríðsins.

Frá þessu greindi Vladimir Pútín Rússlandsforseti í morgun. „Bandaríkin hafa tilkynnt um að þeir hyggist segja upp samningnum og það ætlum við að gera líka,“ sagði Pútín. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi í gær frá þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að segja samkomulaginu upp en þarlend stjórnvöld telja Rússa hafa brotið gegn því um árabil.

Pútin segir að á fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum Rússlands, þeim Sergei Lavrov og Sergei Shoigu, hafi verið ákveðið að samtali við Bandaríkin um afvopnun yrði hætt.

„Við ætlum að bíða þar til samningsaðili okkar er nógu þroskaður til þess að eiga heilnæmt og sanngjarnt samtal um þessi mikilvægu mál,“ sagði Pútín.

Pútín hefur áður hótað að Rússar ráðist í þróun kjarnorkuflauga sem bannaðar eru skv. INF-samkomulaginu falli samkomulagið úr gildi. Þá hefur hann einnig gefið út að Rússar ætli að svara í sömu mynt ætli Bandaríkin að fjölga eldflaugum í Evrópuríkjum, m.a. gætu Evrópuríki sem hýsa bandarískar eldflaugar átt hættu á árás frá rússneska hernum.

Samkvæmt samkomulaginu er ríkjunum meinað að þróa eldflaugar með drægni á bilinu 500 til 5.500 kílómetra og skotið er af landi. Það nær bæði til eldflauga sem bera kjarnavopn og hefðbundnar sprengihleðslur, en eldflaugar sem skotið er úr flugvélum og skipum heyra ekki undir samkomulagið.

mbl.is
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...