Spánn og Bretland styðja Guaidó

Juan Guiaidó, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar og þingforseti Venesúela, lýsti …
Juan Guiaidó, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar og þingforseti Venesúela, lýsti sig forseta í síðasta mánuði og hefur hann óskað eftir aðstoð annarra ríkja við að koma neyðarðastoð til bág­staddra í Venesúela. AFP

Spánn og Bretland hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem viðurkenna Juan Guaidó sem forseta Venesúela. Fyrir hafa sjö önnur ríki Evrópusambandsins viðurkennt Guaidó sem forseta auk Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og nokkurra ríkja Suður-Ameríku.

Evrópusambandsíki gáfu Nicolas Maduro, forseta landsins, frest þar til í gærkvöldi til að boða til nýrra forsetakosninga en hann lýsti því yfir seint í gærkvöldi að hann myndi ekki láta undan þrýstingi.

Guiaidó, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar og þingforseti, lýsti sig forseta í síðasta mánuði og hefur hann óskað eftir aðstoð annarra ríkja við að koma neyðarðastoð til bág­staddra í Venesúela en Maduro sak­ar hann um að vera að und­ir­búa vald­arán.

For­sæt­is­ráðherra Spán­ar, Pedro Sanchez, tilkynnti stuðning við Guaidó í morgun og hvatti hann á sama tíma til að boða til kosninga við fyrsta tækifæri, frjálsra og lýðræðislegra kosninga.

For­sæt­is­ráðherra Spán­ar, Pedro Sanchez, tilkynnti stuðning við Guaidó í morgun.
For­sæt­is­ráðherra Spán­ar, Pedro Sanchez, tilkynnti stuðning við Guaidó í morgun. AFP

Sanchez segir jafnframt að spænska ríkisstjórnin sé tilbúin að vera í forsvari fyrir að neyðarbirgðirnar berist til bágstaddra.

Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í færslu á Twitter í morgun að Bretland viðurkenni Guaidó sem forseta Venesúela. Búist er við því að önnur Evrópusambandsríki, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi nú þegar, fylgi í kjölfarið.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert