Sex létust í sprengingu í Kína

Sprengingin var öflug.
Sprengingin var öflug. AFP

Að minnsta kosti sex létust og um 30 manns slösuðust alvarlega eftir sprengingu í efnaverksmiðju í Yancheng í austurhluta Kína í dag. Megn reykur steig upp úr húsinu og eldur logar enn í byggingunni. 

Slíkur var krafturinn í sprengingunni að nærliggjandi íbúðarhús skemmdust. Sprengingin kom fram á jarðskjálftamælum og mældist 2,2 stig.   

Gluggar sprungu í nærliggjandi húsum þar með talið í skólabyggingu. Íbúum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Björgunarstarf er erfitt og beinist að því að bjarga fólki úr verksmiðjunni.  

Að minnsta kosti sex létust.
Að minnsta kosti sex létust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert