Lýsa yfir sigri á Ríki íslams

Fáni sýrlensku lýðræðisaflanna blaktir í þorpinu Baghouz.
Fáni sýrlensku lýðræðisaflanna blaktir í þorpinu Baghouz. AFP

Sýrlensku lýðræðisöflin (SDF) sem Kúrdar leiða hafa lýst yfir sigri á Ríki íslams eftir að síðustu liðsmenn hryðjuverkasamtakanna voru brotnir á bak aftur í síðasta vígi þeirra í austurhluta Sýrlands.

„Sýrlensku lýðræðisöflin lýsta yfir gjörsigri á hinu svokallaða kalífadæmi og 100 prósenta yfirtöku á landsvæði ISIS,“ sagði talsmaðurinn Mustefa Bali í yfirlýsingu.

Hann sagði að SDF hefðu náð fullum yfirráðum yfir þorpinu Baghouz þar sem vígamenn reyndu að standast áhlaup þeirra.

Gulir fánar voru reistir upp í Baghouz snemma í morgun til að fagna sigrinum.

Ríki íslams réð áður yfir 88 þúsund ferkílómetra svæði í Sýrlandi og í Írak. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir sigri á Ríki íslams í Sýrlandi í gær.

AFP
mbl.is
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...