Forstjórinn vill verða forseti

Terry Gou, stjórnarformaður Foxconn.
Terry Gou, stjórnarformaður Foxconn. AFP

Forstjóri taívanska raftækjarisans Foxconn, Terry Gou, lýsti því yfir í morgun að hann ætli að sækjast eftir því að verða næsti forseti Taívans.

Fram kemur í frétt AFP að Gou ætli að taka þátt í prófkjöri stjórnmálaflokksins Kuomintang vegna forsetakosningunum í Taívan á næsta ári.

„Ég er reiðubúinn að taka þátt í prófkjöri flokksins. Ef ég sigra mun ég verða frambjóðandi Kuomintang í kosningunum 2020,“ sagði Guo við fjölmiðla.

Gou tilkynnti fyrr í vikunni að hann ætlaði að láta af störfum hjá Foxconn. Sagði hann í morgun að ef hann myndi ekki sigra myndi hann styðja frambjóðanda flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert