Ákærðir fyrir morð á níu ára dreng

Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, vottaði fjölskyldu drengsins samúð.
Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, vottaði fjölskyldu drengsins samúð. AFP

Belgísk yfirvöld hafa ákært fjóra Palestínumenn fyrir morð á níu ára palestínskum strák í miðstöð flóttamanna í borginni Antwerpen. Fram kemur í frétt AFP að strákurinn hafi dvalið ásamt móður sinni í búðunum en horfið þaðan á mánudag. Lík hans hafi fundist á miðvikudag eftir að leit var gerð að honum.

Saksóknari í Antwerpen segir að fimm menn hafi verið handteknir í gær og fjórir þeirra ákærðir fyrir morð. Fimmti maðurinn verður mögulega ákærður síðar í dag. 

Mennirnir eru grunaðir um að hafa haldið stráknum föngnum og myrt hann. Þeir eru 19, 20, 21 og 24 ára gamlir.

Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, sagði að óháð og gegnsæ rannsókn verði á málinu og vottaði hann samúð sína vegna harmdauðans.

Drengurinn fæddist í Líbanon en var frá Palestínu. Hann hafði dvalið ásamt 26 ára gamalli móður sinni í búðum hælisleitenda í Antwerpen. Síðast sást til hans á reiðhjóli en lík hans fannst í skurði síðdegis í gær.

mbl.is
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Til sölu ósamansettur bìlskúr
Til sölu ósamansettur bìlskúr 6x4 m. Bjálki 45 mm. Þak, gólf og inn-keyrsluhurð ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...