Opna landamæri Gaza

Við Erez-landamærastöðina.
Við Erez-landamærastöðina. AFP

Ísraelar hafa opnað landamæri sín að nýju við Gaza eftir að hafa lokið þeim á meðan átök geisuðu þar fyrr í mánuðinum. Vopnahlé er í gildi á milli Palestínumanna og Ísraela en óvíst er hversu lengi það varir.

Palestínskir sjómenn fengu loks að halda til veiða að nýju …
Palestínskir sjómenn fengu loks að halda til veiða að nýju á föstudag. AFP

Búið er að opna Erez-leiðina, þar sem fólk fer um og eins Kerem Shalom landamærastöðina sem er notuð til þess að flytja vörur yfir landamærin, að sögn talskonu COGAT, deildar varnarmálaráðuneytisins sem hefur umsjón með landamærunum á þessum stöðum. Lokað hefur verið fyrir umferð um þær síðan 4. maí þegar Hamas-liðar og bandamenn þeirra, Islamic jihad, skutu hundruð eldflaugum yfir til Ísrael sem ísraelski herinn svaraði með tugum loftárása á Gaza.

Fjórir ísraelskir borgarar og 25 Palestínumenn, þar á meðal níu vígamenn, voru drepnir á tveimur dögum þegar átökin stóðu sem hæst um síðustu helgi. Samið var um vopnahlé á mánudag.

Palestínskir námsmenn á skólalóð í Gaza-borg en Ísraelsmenn eyðilögðu svæðið …
Palestínskir námsmenn á skólalóð í Gaza-borg en Ísraelsmenn eyðilögðu svæðið í loftárás í liðinni viku. AFP

Palestínskir embættismenn segja að Ísraelar hafi samþykkt að draga úr ferðafrelsi íbúa á Gaza, sem eru girtir af þegar Ísraelar loka landamærunum, til þess að reyna að koma á ró á svæðinu. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki formlega greint frá samningnum en á föstudag afléttu þeir banni á að Palestínskir sjómenn gætu haldið til veiða. 

Ísraelar segja nauðsynlegt að halda Gaza í herkví til þess að einangra Hamas-samtökin en Ísraelar og Hamas hafa átt í stríði frá árinu 2008. En þetta bitnar ekki síst á þeim tveimur milljónum íbúa Gaza sem eru lokaðir inni á svæðinu.

Frá Rafah á Gaza í vikunni.
Frá Rafah á Gaza í vikunni. AFP
mbl.is