Fleiri handtökur vegna valdaránsins

Erdogan og Gulen voru eitt sinn bandamenn en eru í …
Erdogan og Gulen voru eitt sinn bandamenn en eru í dag erkióvinir. AFP

Tyrkneska lögreglan hóf í morgun aðgerðir sem miða að því að handtaka meira en 200 þarlenda hermenn vegna meintra tengsla þeirra við valdaránstilraun í landinu fyrir þremur árum.

Frá ár­inu 2016 hafa tugþúsund­ir manna verið hand­tekn­ir. Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti og yf­ir­völd í An­kara hafa sakað klerkinn Fet­hullah Gulen um að standa á bak við valdaránstilraunina.

Gulen, sem býr í Banda­ríkj­un­um, hef­ur ávallt neitað þeim ásök­un­um.

Fram kemur í frétt AFP að handtökuskipun sé gefin út nánast daglega vegna valdaránstilraunarinnar þrátt fyrir gagnrýni Vesturlanda og mannréttindahópa.

Gagnrýnendur segja tyrknesk stjórnvöld reyna með aðgerðum sínum að þagga niður í þeim sem eru ekki sammála þeim í einu og öllu. 

Þessu neita yfirvöld og segja aðgerðirnar mikilvægar til að útrýma áhrifum Gulen í landinu.

mbl.is