11 látnir vegna flóða

Ár og vötn flæða yfir bakka sína í Nepal.
Ár og vötn flæða yfir bakka sína í Nepal. AFP

Að minnsta kosti 11 manns hafa látist í Nepal af völdum regnflóða og aurskriða vegna gríðarlegrar úrkomu á regntímabilinu. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka því átta manns er enn saknað og 13 manns hafa slasast 

Þrír einstaklingar létust í höfuðborginni Kathmandu þegar veggur hrundi. Gríðarlega mikil rigning hefur verið frá því í gær sem hefur leikið austur- og suðurhluta landsins illa. Talið er að flóðið snerti um 870.000 íbúa á svæðinu. 

„Yfirvöld og öryggissveitir vinna að því að bjarga fólki og koma því í skjól. Þyrlur eru í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda,“ segir Umakanta Adhikar við AFP-fréttamiðilinn. Búist er við að áfram muni rigna í dag og á morgun. Fólk varað við þeirri hættu sem skapast af þeim völdum.  

Í fyrra létust 150 manns í Nepal á regntímabilinu sem venjulega hefst í lok júní og nær fram til ágúst. 

Laganna verðir hjálpast að við að komast á milli staða.
Laganna verðir hjálpast að við að komast á milli staða. AFP
Björgunarsveitarmenn reyna að aðstoða fólk eftir fremsta megni.
Björgunarsveitarmenn reyna að aðstoða fólk eftir fremsta megni. AFP
mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...