Beittu kylfum gegn mótmælendum

Ljósmyndari fellur í jörðina eftir átök við lögreglu.
Ljósmyndari fellur í jörðina eftir átök við lögreglu. AFP

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á enn einum mótmælunum í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Lögregla beitti piparúða og kylfum gegn mótmælendum sem lokuðu götum í borginni Sha Tin. Grímuklæddir mótmælendur svöruðu með því að loka svæðum með járngirðingu.

 Mótmælt hefur verið með reglulegu millibili í rúman mánuð núna eftir að stjórnvöld tilkynntu áætlanir um að leggja fram frumvarp sem heimilaði framsal sakamanna til Kína. Carrie Lam, ríkisstjóri Hong Kong, hefur dregið í land með frumvarpið og sagt það „dautt“ en mótmælendur efast um heilindi hennar.

Riot police march on the road before a clear up …
Riot police march on the road before a clear up during a an anti-parallel trading protest in Sheung Shui district in Hong Kong on July 13, 2019. - Clashes broke out between police and Hong Kong demonstrators on July 13 as the latest anti-government protests took aim at traders coming across the border from mainland China. (Photo by Philip FONG / AFP) AFP

Kjósa Bandaríkin og Breta framyfir Kína

Þess einnig krafist að hún biðjist afsökunar á að hafa kallað mótmælendur óeirðarseggi og að hún segi af sér sem ríkisstjóri. Þá krefjast mótmælendur þess að rannsókn fari fram á aðgerðum lögreglumanna gegn mótmælendum en þær þykja hafa verið langt yfir velsæmismörk.

Tugir þúsunda mótmælenda fylltu götur borgarinnar Sha Tin í dag, margir þeirra með breska og bandaríska fána.  

„Við höfum mótmælt ítrekað en stjórnvöld neita enn að taka mark á kröfum okkar sem þýðir að við þurfum að halda áfram,“ sagði Tony Wong mótmælandi við fréttastofu AFP.

British flags flutter as protesters march at an anti-parallel trading …
British flags flutter as protesters march at an anti-parallel trading in Sheung Shui district in Hong Kong on July 13, 2019. (Photo by Philip FONG / AFP) AFP

Margir mótmælendur eru á því að stjórnvöld í Kína séu sífellt að seilast lengra og lengra til áhrifa í sjálfstjórnarhéraðinu og eru orðnir þreyttir á því. Kínversk stjórnvöld styðja þétt við bakið á Carrie Lam og hefur kallað eftir því að lögregla hafi hendur í hári mótmælenda sem láta friðsamleg mótmæli ekki nægja.

TOPSHOT - Protesters attend a rally against a controversial extradition …
TOPSHOT - Protesters attend a rally against a controversial extradition law proposal in Sha Tin district of Hong Kong on July 14, 2019. (Photo by Philip FONG / AFP) AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert