57 látnir eftir sprengingu

Tansanía er í austurhluta Afríku.
Tansanía er í austurhluta Afríku. Kort/Google

Fimmtíu og sjö manns eru látnir eftir að olíuflutningabíll sprakk eftir að hafa oltið í Morogoro, um 200 kílómetrum vestur af borginni Dar es Salaam í Tansaníu.

„Það varð mikil sprenging og að minnsta kosti 57 eru látnir,“  sagði yfirlögregluþjónninn Willbrod Mtafungwa og bætti við að flestir þeirra sem létust er þeir reyndu að ná í eldsneyti sem hafði lekið út tanki bílsins.

Að sögn lögreglunnar er líklegt að eldurinn hafi kviknað af völdum sígarettuglóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert