Wong og Chow handtekin

AFP

Lögreglan í Hong Kong handtók í morgun þekkta aðgerðasinna og segja mannréttindahópar að þetta sé í samræmi við aðgerðir kínverskra stjórnvalda - að fjarlægja þá sem gætu reynst óþægur ljár í þúfu.

Fólkið, Joshua Wong og Agnes Chow, var handtekið snemma í morgun og lögreglan hefur einnig bannað fyrirhugaða göngu mannréttindahópa á morgun. Segir lögreglan það gert af öryggisástæðum.

Wong og Chow voru leidd fyrir dómara og þau sökuð um að hafa hvatt aðra til að taka þátt í ólöglegum fundum. Ef þau verða fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Nokkrum tímum fyrr var Andy Chan, sem hefur verið áberandi í lýðræðisumræðunni í Hong Kong, handtekinn á flugvellinum í Hong Kong.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert