Konum loksins hleypt á völlinn

Íranskar konur streymdu á þjóðarleikvanginn í höfuðborg landsins í dag þar sem Íran vann 14:0-sigur á Kambódíu í undankeppni heimsmeistaramótsins. Er þetta í fyrsta skipti í áratugi sem konur fá að mæta á knattspyrnuleik í Íran.

Bæði UEFA og FIFA höfðu mælst til þess að konum í Íran yrði leyfður ótakmarkaður aðgangaður að leikvöngum landsins. Þeim hefur verið meinaður aðgangur frá því bylting var gerð í landinu árið 1979, þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting.

Breytingin kemur í kjölfarið á því að kona lést en hún kveikti í sér eftir að hafa verið handtekin þar sem hún reyndi að komast á knattspyrnuleik.

Sjaldgæf sjón, konur á vellinum í Tehran. Passað var upp …
Sjaldgæf sjón, konur á vellinum í Tehran. Passað var upp á að þær væru ekki á sama stað í stúkunni og karlarnir. AFP

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að um áróður í boði stjórnvalda í Íran sé að ræða. 

Einungis ákveðnum fjölda kvenna hafi verið hleypt á völlinn en samtökin skora enn á stjórnvöld í Íran til að gera konum frjálst að sækja knattspyrnuleiki. 

Rúmlega 3.500 konur voru á vellinum, þar sem þær voru hafðar á sérstökum stað. Alls rúmar völlurinn 78.000 áhorfendur.

Leikmenn Írans þakka fyrir stuðninginn í leikslok í dag eftir …
Leikmenn Írans þakka fyrir stuðninginn í leikslok í dag eftir auðveldan sigur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert