Vilja flytja óbreytta borgara af svæðinu

Læknar og hjúkrunarfólk frá Rauða hálfmánanum í Sýrlandi að störfum …
Læknar og hjúkrunarfólk frá Rauða hálfmánanum í Sýrlandi að störfum í bænum Ras al-Ain. AFP

Yfirvöld á svæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands hafa beðið um aðstoð mannúðarsamtaka til að flytja óbreytta borgara frá bænum Ras al-Ain sem er skammt frá landamærunum að Tyrklandi. Tyrkneski herinn náði yfirráðum yfir bænum í morgun á þessum níunda degi hernaðaraðgerða Tyrkja á svæðinu.

Sýr­lenski lýðræðis­her­inn (SDF), sem er und­ir stjórn Kúrda, hefur haldið úti öflugri mótspyrnu frá bænum, en Tyrkir eru talsvert betur vopnum búnir og hafa haldið uppi loftárásum á bæinn undanfarna þrjá daga.

Fjöldi almennra borgara er nú innlyksa í Ras al-Ain og eru slasaðir og særðir í hópi þeirra.  Sprengjum var varpað á sjúkrahús í bænum í morgun og eru sjúklingar og starfsfólk þar innilokuð. 

Mark­mið Tyrkja er að ná yf­ir­ráðum á svæði sem nær um 30 kíló­metra inn í Sýr­land frá landamærunum. Til­gang­ur­inn er ann­ars veg­ar að halda sveit­um Kúrda frá landa­mær­un­um að Tyrklandi og búa þannig til það sem hef­ur verið kallað „ör­ygg­is­svæði“ og hins veg­ar að þangað verði send­ur hluti þeirra 3,6 millj­óna flótta­manna frá Sýr­landi sem haf­ast nú við í Tyrklandi.

Fólk frá Rauða hálfmánanum í Sýrlandi hlúir að óbreyttum borgurum …
Fólk frá Rauða hálfmánanum í Sýrlandi hlúir að óbreyttum borgurum sem særðust í átökunum í bænum Ras al-Ain í morgun. AFP

Talsmaður bresku mannúðarsamtakanna Syrian Observatory for Human Rights (SOHR) segir í samtali við AFP-fréttastofuna að tugir óbreyttra borgara hafi látist í átökunum og að meira en 300.000 manns hafi þurft að flýja heimili sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert