Erdogan fer á fund Pútíns

Tayyip Erdogan forseti Tyrklands.
Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu funda í Sochi í Rússlandi í dag um stöðu mála í Sýrlandi. Forsetarnir hyggjast ræða kröfu Tyrkja um svokallað öryggissvæði í Kúrdistan, í norðausturhluta Sýrlands, þar sem átök hafa verið á milli hersveita Tyrkja og Kúrda.

Umrætt svæði er um 444 kílómetra langt, nær að landamærunum að Írak og er um 30 kílómetra breitt. Tilgangur Tyrkja með öryggissvæðinu er annars vegar að halda sveit­um Kúrda frá landa­mær­un­um að Tyrklandi og hins veg­ar að þangað verði send­ur hluti þeirra 3,6 millj­óna flótta­manna frá Sýr­landi sem haf­ast nú við í Tyrklandi.

Á fimmtudaginn til­kynnti Er­dog­an að Tyrk­ir myndu láta af árás­um á svæðinu næstu 120 klukku­stund­irn­ar eða fram á kvöldið í kvöld með því skil­yrði að Kúrdar myndu draga herlið sitt á brott af svæðinu. „Gangi það eft­ir mun­um við halda okk­ar striki,“ sagði for­set­inn við þetta tækifæri. „Ef ekki, þá mun­um við hefja aft­ur aðgerðir á mín­út­unni um leið og þess­ir 120 klukku­tím­ar eru liðnir.“

Vladimir Putin forseti Rússlands.
Vladimir Putin forseti Rússlands. AFP

Hótar enn meiri hörku

Erdogan sagði við fréttamann AFP-fréttastofunnar á flugvellinum í Ankara, rétt áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann á fund Pútíns, að Tyrkir myndu ganga fram af enn meiri hörku, færu Kúrdar ekki að kröfum þeirra.

Rússar og Tyrkir eru þær erlendu þjóðir sem einna mesta íhlutun hafa haft í átökunum í Sýrlandi sem staðið hafa yfir síðan vorið 2011 og Rússar hafa verið helstu bandamenn Assads forseta Sýrlands. Í síðustu viku komu rússneskir hermenn í stað þeirra bandarísku sem yfirgáfu landið að skipan Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. 

Hafnaði beiðni Macrons

Pútín hefur krafist þess að Tyrkir virði landamæri Sýrlands. „Það mikilvægasta frá okkar sjónarhorni er langtímastöðugleiki í Sýrlandi og á þessu svæði,“ sagði Yuri Ushakov, ráðgjafi Pútíns í utanríkismálum, áður en fundurinn hófst. „Við teljum að það geti ekki gerst öðru vísi en að Sýrland verði ein heild á ný.“

Fólk á flótta frá norðausturhluta Sýrlands, þeim hluta landsins þar …
Fólk á flótta frá norðausturhluta Sýrlands, þeim hluta landsins þar sem Tyrkir vilja koma upp öryggissvæði. AFP

Í gær gagnrýndi Erdogan vest­ur­veld­in harðlega fyr­ir að styðja ekki aðgerðir Tyrkja gegn Kúr­d­um í norður­hluta Sýr­lands og sakaði þau um að „standa með hryðju­verka­mönn­um“. Nú í morgunsárið hafnaði hann beiðni Macrons Frakklandsforseta um að framlengja vopnahléið.

mbl.is