Hefja samvinnu vegna mormónamorðanna

Andrés Manuel López Obrador forseti Mexíkó ætlar að ræða við …
Andrés Manuel López Obrador forseti Mexíkó ætlar að ræða við Bandaríkjaforseta Donald Trump um aðgerðir gegn eiturlyfjahringjum í Mexíkó. AFP

Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lýst því yfir að hann ætli að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um samvinnu vegna fjöldamorðanna á fimm manna mormóna fjölskyldu. Trump segir að yfirvöld í Mexíkó, með aðstoð Bandaríkjanna, þurfi að lýsa yfir stríði á hendur fíkniefnahringjum í Mexíkó.

Níu banda­rísk­ir rík­is­borg­ar­ar hið minnsta lét­ust í hrotta­legri árás í Mexí­kó. Hin látnu eru kona og börn henn­ar og eru þau tal­in hafa orðið fyr­ir mis­tök fórn­ar­lömb árás­ar fíkni­efna­hrings í  norður­hluta Mexí­kó. Að minnsta kosti níu fjölskyldumeðlimir voru myrtir í árásinni.

Fórnarlömbin eru sögð tilheyra LeBaron-fjölskyldunni, sem á rætur í samfélagi mormóna sem settist að í Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Talið er líklegt að þau hafi verið myrt fyrir mistök.

„Ég ætla ræða við Trump um alla þá samvinnu sem þarf að ráðast í,“ sagði Obrador á blaðamannafundi fyrir skemmstu.

Trump sagði í tísti að það væri kominn tími til að lýsa yfir stríði gegn eiturlyfjabarónum og fíkniefnahringjum. Það ætti að hreinsa þá af yfirborði jarðar.

mbl.is