Segja stjórnvöld ekki hlusta á kröfur sínar

Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld grípi til aðgerða.
Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. AFP

Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi og piparúða á mótmælendur í dag. Fleiri þúsund svartklæddir mótmælendur mættu á götur úti og létu ófriðlega viku eftir kosningar í landinu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir að mótmælin brustu út fyrir sex mánuðum. 

Ríkisstjórn Hong Kong hlaut afhroð í kosningunum og eru lýðræðissinn­ar við stjórn í 17 af 18 héruðum sjálfs­stjórn­ar­borg­ar­inn­ar. Þá var þátt­taka í kosn­ing­un­um sögu­lega há, en 71% íbúa greiddu at­kvæði. Niður­stöður kosn­ing­anna eru jafn­framt sagðar sýna mik­inn stuðning við mót­mæl­in.

„Stjórnvöld hlusta ekki ennþá á okkur og þess vegna höldum við áfram að mótmæla. Við ætlum ekki að stoppa. Það er erfitt að segja til um hvað gerist. Fólk er ennþá reitt og krefst breytinga,“ segir hin 20 ára háskólanemi sem gaf eingöngu upp fornafnið sitt Chen.  

Mótmælin í dag voru friðsöm til að byrja með. Þegar lögreglan og öryggissveitir hindruðu framgöngu mótmælendanna skarst í brýni á milli þeirra. 

Mótmælendur eru svekktir yfir skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart nýafstöðnum kosningum. Leiðtogi heima­stjórn­ar Hong Kong, Carrie Lam, seg­ir rík­is­stjórn­ina ætla í al­var­lega sjálfs­skoðun eft­ir úr­slit héraðskosn­ing­anna. En mótmælendum þykir skorta á aðgerðir. 

Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur.
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert